Þjónusta Hagvarma
Er rafmagnsreikningurinn hár?
Hagvarmi býður aðstoð við að finna leiðir til að lækka hitunarkostnað rafkynnts húsnæðis.
Ráðgjöf Hagvarma er skipt í þrjá áfanga sem lýst er hér til hliðar.
Verkþættir verkefnis – 1. Áfangi
-
Greindar eru aðstæður á þeim stöðum þar sem áhugi er á uppsetningu á varmadælu.
-
Henta aðstæður fyrir niðurgrafna varmasafnlögn (vatn í vatn) eða á að gera ráð fyrir „loft í vatn“ kerfi eða jafnvel „loft í loft“ kerfi.
-
Skoða hugsanlega staðsetningu fyrir varmasafnlögn utanhúss.
-
Meta einangrun húss og þéttleika.
-
Finna staðsetningu fyrir dælu innanhúss.
-
Verður ofnakerfi eða gólfhitakerfi í húsinu.
-
- Gerð er gróf kostnaðaráætlun.
-
Sett upp áætlun um fjármögnun verkefnisins.
-
Styrkur frá sveitarfélagi
-
Styrkur frá Orkustofnun.
-
Önnur tækjafjármögnun frá fjármálastofnun.
-
Verkþættir verkefnis – 2. Áfangi
-
Aðilar staðfesta þátttöku í verkefni.
-
Gerð útboðslýsingar fyrir varmadælur og tilboða leitað.
-
Meta tilboð og semja við söluaðila varmadæla f.h. verkkaupa.
-
Markgildissamningar við pípulagningamenn, rafvirkja og jarðvinnuverktaka.
-
Ráðgjöf varðandi breytingar á hitakerfum og samninga við hitakerfissala (ofnar/gólfhiti).
Verkþættir verkefnis – 3. Áfangi
Framkvæmdafasi:
-
-
Gröftur/plæging framkvæmd - eftirlit með framkvæmd.
-
Uppsetning á dælu og hitakerfi – eftirlit.
-
Gangsetning.
-
Rekstur kerfa/eftirfylgni:
-
-
Fylgst með rekstri kerfa fyrsta árið a.m.k – brugðist við frávikum ef einhver verða (fjarvöktun).
-